Anita Ester, Ynja Mist og Snævar Örn voru mjög sátt við fyrsta sætið. Til hamingju öll sem tókuð þátt.
Í gær 18. apríl tóku nokkrir nemendur á fjölnámsbraut MH þátt í hæfileikakeppni starfsbrauta framhaldsskólanna. Keppnin var haldin í Tækniskólanum og tóku 14 skólar þátt. Meðal dómara var Haffi Haff og tók hann einnig tvö söngatriði. Úrslitin urðu svo þau að MH sigraði - til hamingju MH. Snævar Örn Kristmannson lék á gítar og á meðan gekk glærusýning með myndlistaverkum eftir nokkra nemendur á brautinni. Miklir hæfileikar voru þarna á ferð og listamenn framtíðarinnar að stíga sín fyrstu skref.