Sigurvegarinn söng lagið Líf eftir Jón Ólafsson við texta Stefáns Hilmarssonar.
Í kvöld, síðasta vetrardag, héldu nemendur á fjölnámsbraut í MH, stórglæsilega hæfileikakeppni fyrir starfsbrautir framhaldsskólanna. MH vann keppnina 2023 og var því gestgjafinn í ár. 8 skólar voru með atriði sem voru af ýmsum toga og sýndu nemendur mikla og fjölbreytta hæfileika. Einvalalið var í dómnefnd og fóru leikar þannig að Fjölbrautaskólinn í Garðabæ sigraði, MH varð í öðru sæti og Flensborgarskólinn í Hafnarfirði í því þriðja. Við óskum öllum sem tóku þátt innilega til hamingju og takk fyrir glæsilegt kvöld. Gaman að enda veturinn á þennan hátt. Gleðilegt sumar.