Hafragrautur fyrir nemendur MH

 

 

Frír hafragrautur er í boði fyrir nemendur MH þriðjudaga til föstudaga frá 9:00-9:15. Eru nemendur hvattir til að mæta í grautinn og hlaða sig orku fyrir verkefni dagsins. Það er starfsfólk MH sem sér um að ausa grautinn af sinni alkunnu snilld. Ekki má gleyma ílátunum sem eru nauðsynleg en þeir sem gleyma þeim heima geta keypt einnota diska fyrir kr. 100-.