Hafragrautur þriðjudaga til föstudaga í MH
15.01.2018
Nemendur eru minntir á hafragrautinn sem er í boði skólans þriðjudaga til föstudaga upp úr klukkan 09:00. Hafragrauturinn er fullur af orku og inniheldur m.a. trefjar, prótín, járn og vítamín. Með því að borða grautinn á morgnana verða nemendur betur tilbúnir í verkefni dagsins því vart þarf að minna á hversu mikilvægur næringaríkur morgunverður er. Nemendur þurfa að koma með eigin ílát undir grautinn en einnig er hægt að kaupa ílát á staðnum á hófsömu verði. |
 |