20.04.2015
Sumardaginn fyrsta, fimmtudaginn 23.apríl, halda kórarnir í Hamrahlíð undir stjórn Þorgerðar
Ingólfsdóttur upp á sumarkomu með skemmtun í hátíðarsal Menntaskólans við Hamrahlíð.
Kórfélagar halda tvenna tónleika. Þeir fyrri hefjast kl.14.00 og hinir seinni um kl.16.00. Á milli
tónleikanna og á eftir verða seldar kaffiveitingar en ágóði af sölu veitinga renna í ferðasjóð Hamrahlíðarkóranna.
Þá verða ýmis skemmtiatriði og uppákomur m.a. hljóðfæraleikur og fleira til þess að skemmta yngstu kynslóðinni.
Aðgangur er ókeypis og allir eru hjartanlega velkomnir að syngja inn vorið með kórunum í Hamrahlíð.