19.04.2016
Kórarnir
í Hamrahlíð, Hamrahlíðarkórinn og Kór Menntaskólans við Hamrahlíð, kalla á vorið með tvennum tónleikum í hátíðarsal skólans á sumardaginn fyrsta.Þetta er hið árlega VORVÍTAMÍN kóranna, hátíð fyrir alla fjölskylduna með söng,hljóðfæraleik og ýmsum skemmtiatriðum og uppákomum. Það verður líf og fjörallan daginn, leikhorn fyrir börn, vísindastofa, hljóðfærastofa og
kaffiveitingar. Fyrri tónleikarnir hefjast kl. 14 og síðari kl. 16 og eru þeir með ólíkum
efnisskrám.Kórarnir hafa valið mörg lög á efnisskrá sem gestir verða hvattir til að taka
undirog fagna sumarkomu. Aðgangur er ókeypis og allir eru hjartanlega velkomnir. Kór MH er
nýkominn úr tónleikaferð um Norður- og Norðausturland en þar hélt hann 5 tónleika m. a. í tónlistarhúsinu Laugarborg í Eyjafjarðarsveit,
Þórshafnarkirkju, Félagsheimilinu Miklagarði á Vopnafirði auk skólatónleika fyrir alla nemendur í Langanesbyggð og á Vopnafirði. Þá hafa Hamrahlíðarkórarnir nýlega lokið við upptöku með Sinfóníuhljómsveit Íslands á tónverki Daníels Bjarnasonar "The Isle is Full of Noises".