Á fimmtudags- og föstukvöldið kemur, þann 24. og 25. janúar, taka Hamrahlíðarkórarnir þátt í flutningi
á Chichester Psalms eftir Leonard Bernstein tónskáld, hljómsveitarstjóra, sjónvarpsstjörnu, píanista og kennara.
Við vekjum athygli á því að starfsfólk og nemendur MH fá 50% afslátt á föstudagstónleikana 25. jan.
Chichester Psalms byggja á Davíðssálmum en eru sungnir á hebresku. Þrátt fyrir trúarlegan þunga textans er tónverkið
iðandi af lífi. Stjórnandi hljómsveitarinnar verður Eivind Aadland og kórunum stjórnar Þorgerður Ingólfsdóttir.
Leonard Bernstein markaði djúp spor í menningu Bandaríkjanna á 20. öld sem tónskáld, hljómsveitarstjóri, sjónvarpsstjarna,
píanisti og kennari. Sjálfur var Bernstein gyðingur og hafa mörg verka hans skírskotun til gyðingatrúar. Svo er einnig farið
með Chichester Psalms sem byggja á Davíðssálmum en eru sungnir á hebresku. Þrátt fyrir trúarlegan þunga textans er tónverkið
iðandi af lífi.
Hamrahlíðarkórarnir hafa um áratugaskeið verið í fararbroddi íslenskra æskukóra. Haustið 2012 eru 45 ár frá
því að Kór Menntaskólans við Hamrahlíð var stofnaður, og kór eldri nemenda, Hamrahlíðarkórinn, heldur upp á 30
ára afmæli sitt um sama leyti. Kórarnir hafa unnið hvern sigurinn af öðrum á tónleikum og tónlistarhátíðum víða um
heim.
Þorgerður Ingólfsdóttir hefur vakið athygli og aðdáun bæði innanlands og utan fyrir starf sitt með ungu fólki á
tónlistarsviðinu. Undir hennar stjórn hafa Hamrahlíðarkórarnir komið fram á þúsundum tónleika. Þorgerður hefur hlotið
fjölda verðlauna og viðurkenninga fyrir störf sín, nú síðast nafnbót borgarlistamanns Reykjavíkur árið 2012.