20.03.2012
Nótan, uppskeruhátíð tónlistarskólanna var haldin um helgina. Þar komu fram fulltrúar frá fjölmörgum
tónlistarskólum. Níu atriði fengu sérstaka viðurkenningu, þar á meðal strengjakvartett frá Tónlistarskólanum í
Reykjavík. Þá valdi dómnefnd eitt atriði sem þótti skara fram úr og hlaut að launum verðlaunagripinn Nótuna. Þetta var
strengjakvartettinn, sem er skipaður:
Sólveigu Steinþórsdóttur á fiðlu,
Nínu Leu Z. Jónsdóttur á fiðlu,
Rannveigu Mörtu Sarc á víólu og
Geirþrúði Önnu Guðmundsdóttur á selló
Við óskum þeim hjartanlega til hamingju með þennan sigur!