11.01.2017
Háskóli Íslands mun standa fyrir tilraunaverkefninu Háskólahermi í annað
sinn dagana
2. og 3. febrúar 2017. Háskólahermir er námskynning fyrir framhaldsskólanemendur og felur í
stuttu mál í sér að framhaldsskólanemar fá tækifæri til þess að setjast á
skólabekk í Háskóla Íslands og sækja fjölbreytt námskeið af hinum fimm
fræðasviðum skólans. Meiri upplýsingar má finna hér.Nemendum MH sem fædd eru 1998 eða 1999 gefst tækifæri til þess að sækja um þátttöku í þetta sinn og verður kynning á sal kl. 12:25 fimmtudaginn 12. janúar.