Heimsmarkmiðin

Forsætisráðuneytið vekur athygli á að opnað hefur verið fyrir umsóknir í ungmennaráð heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna. Útskriftarneminn Sigurður Einarsson Mantyla hefur starfað með ráðinu undanfarin ár og væntanlega þarf að fylla hans skarð.
Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun voru samþykkt af fulltrúum allra aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna í september árið 2015. Markmiðin, sem gilda á tímabilinu 2016-2030, eru 17 talsins með 169 undirmarkmið og taka bæði til innanlandsmála sem og alþjóðasamstarfs á gildistímanum. Aðalsmerki heimsmarkmiðanna er að þau eru algild og því hafa aðildarríkin skuldbundið sig til þess að vinna skipulega að innleiðingu markmiðanna bæði á innlendum og erlendum vettvangi út gildistíma þeirra.
Nánari upplýsingar má finna á vefsíðu heimsmarkmiðanna: https://www.heimsmarkmidin.is/forsida/hagnytt-efni/ungmennarad/umsokn-i-ungmennarad/
Umsóknarfrestur er til og með 24. maí nk.