Midori
Skólinn fékk góða heimsókn í dag þegar fiðluleikarinn Midori sem er meðal kunnustu tónlistarmanna heims spilaði á
Miklagarði, hátíðarsal skólans. Ferill hennar spannar ríflega 30 ár en hún vakti heimsathygli þegar hún kom fram með
Fílharmóníusveit New York aðeins ellefu ára gömul. Síðan þá hefur hún verið einn af eftirsóttustu fiðluleikurum
veraldar. Midori sinnir samfélagsstörfum af mikilli elju og óskar eftir því að fá að heimsækja stofnanir, skóla og aðra þá
staði þar sem hún getur kynnt tónlist fyrir gestum og gangandi. Stokkfullur hátíðarsalur hlustaði af þvílíkri innlifun að heyra
hefði mátt saumnál detta meðan Midori spilaði undurvel. Í lok tónleikanna svaraði Midori spurningum úr salnum sem bæði voru
fjölbreyttar og skemmtilegar. Takk fyrir okkur!