Home alone

Sinfóníuhljómsveit Íslands, ásamt kór Menntaskólans við Hamrahlíð og Kammerkórnum Huldur eru þessa dagana að flytja töfrandi og æsispennandi tónlist John Williams á meðan uppáhalds jólamynd margra kynslóða, Aleinn heima eða Home Alone er sýnd í Hörpu. Hreiðar Ingi Þorsteinsson er kórstjóri beggja kóranna og þarna er enn eitt skemmtilega samstarfið í gangi. Frábærir tónleikar sem gefa myndinni enn jólalegri blæ.