Aðgangur að Innu er lokaður hjá öllum nemendum MH en verður opnaður aftur eftir kl. 16 miðvikudaginn 12. ágúst. Þá munu þeir sem greitt hafa skólagjöld sjá stundatöflur og um leið bókalista fyrir þá áfanga sem eru í stundatöflu. Opnað verður fyrir töflubreytingar hjá eldri nemendum á sama tíma og er sótt um þær í gegnum Innu. Einungis eldri nemendur (ekki þeir sem eru að hefja nám í haust) geta sótt um töflubreytingar í Innu en nýnemar og eldri nýnemar í MH geta komið í viðtalstíma hjá námstjórum ef þeir þurfa að fá einhverjar breytingar. Námstjórar verða við 12., 13. og 17. ágúst frá kl. 10:00 - 14:00.
Inna is closed but will open after 16:00 on the 12th of August for those who have paid the school fee.