Innritun í Öldungadeildina fyrir næstu haustönn er hafin. Smellið hér til að innrita ykkur.
Innritunardagur verður í MH fimmtudaginn 19. ágúst kl. 12.00-18.00.
Námsráðgjafar verða til viðtals fimmtudaginn 19. ágúst kl. 16.00-18.00.
Matsnefnd verður einnig til viðtals þennan sama dag kl. 16.00-18.00. Athugið að þið sem viljið fá metið nám úr öðrum
skólum að hægt er að koma með pappíra þess efnis á skrifstofuna frá og með þriðjudeginum 10. ágúst.
Þar sem kennt er í lotum þá er stundataflan sett þannig upp að áfangar sem eru kenndir í fyrri lotunni eru tilgreindir fyrst og þeir
áfangar sem eru kenndir í seinni lotunni koma þar á eftir. Dæmi: FÉL103/FÉL203 þýðir að FÉL103 er kenndur í fyrri
lotunni og FÉL203 er kenndur í seinni lotunni.
Kennsla hefst skv. stundaskrá mánudaginn 23. ágúst.
Allar nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Öldungadeildar.