Íslendingasögur, sinfónísk sagnaskemmtun
Þann 1. des nk. mun kór skólans taka þátt í tónleikum í Hörpu sem bera yfirskriftina „Íslendingasögur: Sinfónísk sagnaskemmtun“ sem er haldin í tilefni af 100 ára afmæli fullveldisins en það er ríkisstjórn Íslands sem býður þjóðinni til veislu sem verður í beinni útsendingu á RÚV og hefst kl. 20:00. Það er sannarlega heiður fyrir kór skólans að vera þátttakandi í þessari tónlistarveislu sem stór hluti þjóðarinnar mun horfa á. Nánari upplýsingar um tónleikana.