Jólagrauturinn

Hafragrauturinn er í jólabúningi þessa vikuna þar sem boðið er upp á rúsínur til að setja út á grautinn. Nemendur hafa tekið því vel og eru ánægðir með jólagrautinn. Ausarar grautsins eru líka í jólabúningi og skarta stórglæsilegum jólasvuntum. Á morgun er jólapeysudagur í MH og Listó verður með Litlu jólin á Miklagarði í hádeginu. Allt gert til að létta lundina síðustu dagana áður en prófatörnin skellur á.