Kennsla eftir páska / Teaching after the Easter break

Við vonum að nemendur og starfsfólk hafi haft gott páskafrí. Skipulag skólastarfs eftir páska er sem hér segir: 

  • Fullt staðnám í öllum áföngum með einni undantekningu (lífsleikni útskriftarefna).
  • Kennsla í líkamsrækt verður úti. Nánari upplýsingar hjá kennurum.
  • Nemendur mega vera 30 saman í rými og ber að virða nándarreglur.
  • Grímuskylda er í MH.
  • Rými á Matgarði og Miðgarði eru afmörkuð miðað við leyfilegan fjölda.
  • Norðurkjallari getur rúmað allt að 60 nemendur, þ.e. 30 í hvoru rými (fremra og aftara rými).
  • Matsala nemenda, Sómalía, verður opin og selur vörur í lokuðum umbúðum.

Virðum reglurnar og höfum einstaklingsbundnar sóttvarnir í fyrirrúmi, þ.e., handþvottur og sótthreinsun eru það allra mikilvægasta. Ef nemendur finna til einkenna tengdum COVID þá eiga þeir að vera heima og tilkynna veikindi á skrifstofu. Nánari upplýsingar um verkferla vegna smits og gruns um smit má finna á heimasíðu skólans.
___

Organization of schoolwork in MH after Easter

  • Full on-site teaching in all courses.
  • Physical education will be taught outdoors.
  • 30 students may be together in the same space if they maintain the 1m rule.
  • Mask duty is in MH
  • Spaces at Matgarður and Miðgarður are limited.
  • Norðurkjallari can now hold 60 students, that is 30 in the front space and 30 in the back space
  • Sómalía will be open and will sell packed products.

Please respect the rules and prioritize individual disease prevention.

Remember that if you feel any symptoms of sickness, you are supposed to report sick. Further information about COVID work procedure can be found on the school´s website.