Örnólfur Thorlacius
Menntaskólinn við Hamrahlíð var starfsvettvangur Örnólfs í
nær þrjá áratugi. Hann var ráðinn að skólanum á öðru starfsári hans, haustið
1967, og varð þar með fyrsti kennari náttúrufræða í MH og sjálfkjörinn
forystumaður skólans á því sviði. Örnólfur tók við embætti rektors sumarið 1980
og gegndi því til ársloka 1995. Í skólanum er hans minnst sem rektors, kennara,
rithöfundar og fræðaþular. Hann var nemendum og samferðafólki
eftirminnilegur sem afbragðskennari og viskubrunnur á sviði náttúrufræði og
fjölmargra annarra áhugamála. Af hálfu skólans er að leiðarlokum þakkað fyrir allt það góða sem Örnólfur fékk áorkað. Hann
auðgaði skólann og þá sem fengu að starfa við hlið hans.