Kórinn heldur tónleika í Félagsheimilinu Birkimel á Barðaströnd laugardaginn 24. mars kl. 16.30.
Sunnudaginn 25. mars syngur kórinn við messu kl. 14 í Tálknafjarðarkirkju og um kvöldið kl. 20 verða almennir tónleikar í
Félagsheimili Patreksfjarðar.
Mánudaginn 26. mars heldur kórinn þrenna skólatónleika, fyrir Patreksskóla.Tálknafjarðarskóla og í Bíldudalsskóla en
þeir tónleikar verða haldnir í Bíldudalskirkju.
Aðgangur er ókeypis á alla tónleikana.
Stjórnandi kórsins er Þorgerður Ingólfsdóttir. Þetta er í fyrsta sinn sem Kór Menntaskólans við Hamrahlíð
heimsækir suðursvæði Vestfjarða. Fararstjóri er Orri Páll Jóhannsson, fulltrúi Reykjavíkurborgar í skólanefnd MH.
Á efnisskrá kórsins í tónleikaferðinni um Vesturland eru íslensk og erlend tónverk m. a. eftir J. S. Bach, E. Grieg, Pál
Ísólfsson, Hallgrím Helgason, Jón Þórarinsson, Jón Ásgeirsson, Atla Heimi Sveinsson, Þorkel Sigurbjörnsson og Huga Guðmundsson
auk þjóðlaga frá ýmsum löndum. Efnisskráin er svo fjölbreytt að kórinn flytur ólík verk eftir því hvort um er
að ræða t. d. kirkjutónleika eða skólatónleika. Margir hljóðfæraleikarar eru meðal kórfélaga.
Á þessari vorönn er Kór Menntaskólans við Hamrahlíð skipaður 88 nemendum á aldrinum 16 - 20 ára.
- Laugard. 24. mars kl. 16.30 Tónleikar í félagsheimilinu Birkimel á Barðaströnd
- Sunnud. 25. mars kl. 14 Sungið við messu í Tálknafjarðarkirkju.
- kl.
20 Tónleikar í Félagsheimili Patreksfjarðar.
- Mánud. 26. mars kl. 9.45 Skólatónleikar fyrir Patreksfjarðarskóla.
-
kl. 11:45 Skólatónleikar fyrir Tálknafjarðarskóla.
- kl.
15 Skólatónleikar í Bíldudalskirkju fyrir Bíldudalsskóla.