07.04.2016
Föstudagskvöldið
8. apríl heldur kórinn tónleika í tónlistarhúsinu Laugarborg í
Eyjafjarðarsveit kl. 20:30.
Laugardagskvöldið
9. apríl heldur kórinn tónleika í Þórshafnarkirkju kl. 20:30.
Sunnudaginn
10. apríl syngur kórinn við messu í Skeggjastaðakirkju í Bakkafirði kl. 13 og heldur tónleika í Félagsheimilinu Miklagarði á Vopnafirði kl. 17.
Mánudaginn 11.
apríl heldur kórinn tvenna skólatónleika, þá fyrri fyrir nemendur í
Vopnafjarðarskóla kl.9:30og síðan fyrir Grunnskólana á Þórshöfn og
Bakkafirði kl. 13.
Aðgangur
er ókeypis á alla tónleikana.
Á
efnisskrá kórsins í tónleikaferðinni eru íslensk
og erlend tónverk m. a. eftir J. S. Bach, Carl Orff, Ariel Ramirez, Emil
Thoroddsen, Jón Þórarinsson, Jón Nordal, Atla Heimi Sveinsson, Þorkel
Sigurbjörnsson og Huga Guðmundsson auk þjóðlaga frá ýmsum löndum. Efnisskráin
er svo fjölbreytt að kórinn flytur ólík verk eftir því hvort um er að ræða
t. d. kirkjutónleika eða skólatónleika. Margir hljóðfæraleikarar eru meðal
kórfélaga.
Á
þessari vorönn er Kór Menntaskólans við Hamrahlíð skipaður 85 nemendum á
aldrinum 16 - 20 ára. Stjórnandi
kórsins er Þorgerður Ingólfsdóttir. Fararstjórar í ferðinni eru rektor
Menntaskólans við Hamrahlíð, Lárus H.
Bjarnason og Orri Páll Jóhannsson fulltrúi Reykjavíkurborgar í skólanefnd MH.
Þetta
er í fyrsta sinn sem Kór MH heimsækir Langanesbyggð og Vopnafjörð.