Kynntu þér MH

Undanfarna mánuði hefur verið unnið að gerð nýs kynningarmyndbands fyrir okkur í MH. MH-ingar voru mjög viljugir að taka þátt og sýna þar með hversu vænt þeim þykir um skólann sinn. Kynningarmyndbandið gerði Bjarki Jóhannsson kvikmyndagerðarmaður og þökkum við honum og öllum sem tóku þátt, kærlega fyrir. Endilega kíkið á myndbandið. Einnig viljum við minna á opið hús 6. mars fyrir tilvonandi MH-inga.