Lagningardagar hefjast á morgun 24. febrúar og standa í tvo daga. Nemendur þurfa að safna stimplum fyrir mætingu á viðburði, á stimplakort sem þeir fá upp í skóla. Í ár þurfa nemendur að fá 18 stimpla í heildina til að fá mætingu. Gera má ráð fyrir að ná 9-12 stimplum á fimmtudeginum og 6-9 stimpla á föstudeginum. Það þarf að mæta báða dagana. Nemendur skrá sig á heimasíðu NFMH og þurfa að passa upp á að hafa nægan tíma á milli fyrirlestra svo þeir komist tímanlega á þá. Kórinn verður með veitingasölu á Matgarði.
Munið að þetta á að vera skemmtilegt uppbrot fyrir alla, hvort sem þeir eru að halda fyrirlestur eða mæta á fyrirlestra. Góða skemmtun!