Lagningardagaráð hefur staðið í ströngu síðust daga og eru á útopnu í dag til að láta allt ganga upp. Laureen Ósk og Fannar Sveinn settust niður í augnablik og þá náðist þessi mynd af þeim.
Lagningardagar eru hafnir og nemendur eru mættir til að taka þátt í dagskránni. Lagningardagaráð, nemendur og starfsfólk bjóða upp á fjölbreytta dagskrá og vonandi finna allir eitthvað sem þeir geta skemmt sér yfir. Kórinn selur kaffi og með því og matarvagnar mæta fyrir utan skólann. Njótum þess að vera saman í hæfilegri fjarlægð samt. Góða skemmtun