Lagningardagar

Lagningardagar nálgast, en það eru dagar þar sem hefðbundin kennsla liggur niðri og ýmislegt annað er gert sér til dundurs. Lagningardagar verða 24. og 25. febrúar. Þeir nemendur sem vilja vera með viðburð á Lagningardögum geta sótt um það á þar til gerðri umsóknarsíðu sem lagningardagaráð NFMH sér um. Nánar má lesa um Lagningardaga hér á heimasíðunni.