Sýnishorn af listaverkum nemenda á einum viðburðinum - My cut out art
Lagningardagar hefjast á morgun. Þá liggur hefðbundin kennsla niðri í tvo daga og NFMH skipuleggur námskeið, fyrirlestra og aðra viðburði í samráði við kennara og stjórnendur. Nemendur, kennarar og utanaðkomandi aðilar hafa lagt mikinn metnað í kynningarnar/viðburðina sína. Dagskráin er sýnileg á síðun NFMH og þar er hægt að velja sér viðburð til að mæta á. Allar upplýsingar ættu nemendur að hafa fengið í tölvupóstum sem einnig má lesa hér á heimasíðunni. Við vonumst til að nemendur njóti þess að mæta í skólann hvort sem þau eru að njóta samvista við hvort annað eða taka þátt í skipulögðum viðburðum. Matsalan er ekki opin, en kórinn sér um veitingar og einnig mætir pylsuvagninn á svæðið á miðvikudaginn og býður upp á ókeypis pylsur.