Lagningardagar

Lagningardagar eru 11. og 12. febrúar hér í MH. Þá liggur hefðbundin kennsla niðri og nemendur og starfsfólk fylgir annarri dagskrá sem lagningardagaráð hefur sett saman. Þar kennir ýmissa grasa og má lesa dagskrána á heimasíðu NFMH sem og hér á síðunni. Áfanginn LAGN1AF00 hefur verið settur í stundatöflu flestra nemenda og fæst mæting skráð gegn því að skila inn stimplakorti sem er aðgengilegt í skólanum. Góða skemmtun.