Lagningardögum lokið

Lagningardögum er nú lokið þetta vorið og tókust þeir mjög vel. Margt áhugavert var á dagskrá til dæmis fyrirlestur um mannkynssögu í Star Wars, hvernig spila á matador á þýsku eða hvernig hægt er að ferðast til 52 landa á kennaralaunum. Einn af nýju leikfimisölum skólans varð stjörnubjartur þegar þar var sett upp Planetarium, hægt var að læra ballett á Miklagarði, læra sérvíettubrot í st. 12 og fara svo að sjá stærðfræðibíómynd í st. 14 og ótal margt fleira. Margt góðra gesta heimsótti okkur t.d. Freyja Haraldsdóttir sem hélt fyrirlestur sinn ,,Það eru forréttindi að lifa með fötlun" (hún bloggar um heimsóknina á forrettindi.is.) Þráinn Bertelsson ræddi um kvikmyndir sínar, Benedikt Erlingsson hélt spunanámskeið, Samúel Örn ræddi íþróttafréttir og Dóri DNA fjallaði um HipHop svo fátt eitt sé talið.Ný viðbygging skólans var vígð á fyrsta lagningardeginum og þökkum við kærlega öllum þeim sem glöddust með okkur þann dag.