Leikfélag Menntaskólans við Hamrahlíð kynnir með stolti leiksýninguna Stofufangelsi

Stofufangelsi LFMH
Stofufangelsi LFMH
Sýningin er frumsamin af meðlimum leikhóps MH og hefur því aldrei verið sýnd áður! Sýningin verður sýnd í leikaðstöðu Menntaskólans við Hamrahlíð, Undirheimum. Gengið er inn fyrir aftan skólann í gegnum járnhlið. Takmörkuð sæti í boði á hverja sýningu. Miðapantanir og fyrirspurnir skulu sendast á leikfelag@nfmh.is Við miðapantanir skal taka fram fullt nafn og dagsetningu sýningar auk miðafjölda.
Greitt verður við inngang.
Verð:
500 kr fyrir meðlimi NFMH og börn.
1000 kr fyrir aðra....
1500 kr ef þú ert gjafmild/ur

Sýningar hefjast klukkan 20:00

9. apríl (fimmtudagur) - Frumsýning - UPPSELT
10. apríl (föstudagur) - UPPSELT
14.apríl (þriðjudagur) - Örfá sæti laus
15. apríl (miðvikudagur)
19. apríl (sunnudagur)
21.apríl (þriðjudagur)
24.apríl (föstudagur)
27. apríl (mánudagur) - Lokasýning