Krakkar á Hofi fengu sér hádegismat á Matgarði
MH fékk góða gesti í gær, 2. apríl þegar 44 leikskólabörn auk kennara af leikskólanum Hofi í Laugardal kíktu í heimsókn. Þetta er annað árið í röð sem Hof heimsækir MH, en heimsóknin er hluti af skólastigaverkefni sem elstu krakkarnir á Hofi vinna ár hvert. Þar heimsækja þau marga skóla á öllum skólastigum og kynna sér starfsemi og nám í þeim.
Í MH fengu börnin að reyna á sig í líkamsrækt, horfa á æfingar í leiklistaráfanga, og spreyta sig á verkefnum í sálfræði og spænsku áður en hádegismatur var snæddur á Matgarði. Rúsínan í pylsuendanum var að fá skoða sviðsmyndina í Diskóeyjunni og svo var tekinn strætó heim í Laugardal.
MH-ingar þakka öllum á Hofi kærlega fyrir komuna.