Lið MH áfram í 8 liða úrslit Gettu betur
17.01.2018
Lið MH keppti í 16 liða úrslitum Gettu betur 16. febrúar og var andstæðingurinn Framhaldsskólinn á Laugum. Leikar fóru þannig að MH sigraði með 39 stigum gegn 15 stigum Norðanmanna. Lið MH skipa Guðmundur Ingi Bjarnason, Gunnar Ólafsson og Sædís Ósk Arnbjargardóttir. MH er því komið í 8 liða úrslit sem hefjast á RÚV þann 16. febrúar. Dregið verður í viðureignir í Kastljósinu næstkomandi fimmtudag og þá mun liggja fyrir hver verður andstæðingur MH í næstu umferð. |
|