Lið MH er komið í úrslit í framhaldsskólaleikum Rafíþróttasamtaka Íslands en liðið mætir liði Tækniskólans nk. fimmtudag. Lið MH skipa Guðbjartur Daníelsson, Ísak Jón Einarsson, Jakob Viðar Sævarsson, Katrín Ýr Rósudóttir, Rakel Ása Ingólfsdóttir, Unnar Freyr Sigurðarson, Bjarni Smári Nordby Bjarnason, Karólína Ósk Erlingsdóttir, Stefán Arnar Einarsson, Birkir Steinarsson, Knútur Karl Víðisson og Kristinn Halldórsson. Alls tóku fjórtán skólar þátt í keppninni sem er með útsláttarfyrirkomulagi. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 eSport.
Við óskum liðinu góðs gengis í úrslitum.