Lið MH, Ofhugsuðir, sigruðu í Boxinu - framkvæmdakeppni framhaldsskólanna
11.11.2017
Lið MH, Ofhugsuðir, sigruðu í Boxinu - framkvæmdakeppni framhaldsskólanna sem fór fram í Háskólanum í Reykjavík 11. nóvember. Þetta er annað árið í röð sem lið MH sigrar í keppninni en að þessu sinni tóku 8 lið þátt í úrslitakeppninni. Lið Ofhugsuða skipa: Gunnar Dofri Viðarsson, liðsstjóri, Árni Haukur Árnason, Birkir Jóhannes Ómarsson, Davíð Sindri Pétursson og Þorsteinn Jónsson. Við óskum þessum glæstu fulltrúum skólans innilega til hamingju með sigurinn. |
 |