Lið MH sigraði í Leiktu betur
12.11.2017
Laugardaginn 11. nóvember fór fram leiklistarkeppni framhaldsskólanna Leiktu betur en 8 framhaldsskólar kepptu í Borgarleikhúsinu að þessu sinni. Lið MH vann eftir æsispennandi einvígi við FG sem hafði titil að verja. Í liði MH eru Björg Steinunn Gunnarsdóttir, Diljá Nanna Guðmundsdóttir, Hólmfríður Hafliðadóttir og Inga Steinunn Henningsdóttir. Þess má geta að þetta var eina kvennaliðið í keppninni og í 12. sinn sem MH vinnur. Við óskum þeim innilega til hamingju með sigurinn. |
 |