Lið MH
Lið MH tók þátt í framkvæmdakeppninni boxinu i HR laugardaginn 9.nóvember. Liðið þótti standa sig mjög vel. Þau fengu
sérstaka viðurkenningu fyrir lausn sína á þrautum Marorku og TM software. Í umsögn Marorku kom t.d. fram að lausn liðsins hefði farið fram
úr öllum væntingum þeirra sem bjuggu þrautina til. Liðið skipuðu Eydís Blöndal, Gabríel Darri Mikaelsson, Guðni Fannar
Kristjánsson, Sölvi Rögnvaldsson og Tryggvi Þór Pétursson. Ríkissjónvarpið var á staðnum og þáttur um keppnina
verður sýndur í ríkissjónvarpinu þegar fram líða stundir.