Í hádeginu tóku MH-ingar þátt í átaki UN Women á Íslandi, March Forward, heimsherferð í þágu jafnréttis. MH-ingar mættu á Matgarð og gengu nokkur skref afturábak, stoppuðu svo og gengu svo rösklega áfram.
Markmið herferðarinnar er að benda á hið gríðarlega bakslag sem orðið hefur í jafnréttismálum undanfarin ár og skapa samtal og samstöðu um jafnrétti. March Forward herferðinni er ætlað að ná augum og eyrum fólks á öllum aldri og af öllum kynjum, óháð búsetu. Herferðin verður sýnileg út árið 2025 – en það ár er einmitt lykilár þegar kemur að jafnréttisbaráttunni.
Herferðin er leidd af UN Women á Íslandi en unnin í samstarfi við hinar tólf landsnefndir UN Women, sem starfræktar eru um allan heim. Ástæðan fyrir því að Ísland leiðir March Forward er sú að Ísland er efst á lista Alþjóðaefnahagsráðsins (World Economic Forum) yfir jafnrétti kynjanna og hefur verið í efsta sætinu síðustu 15 ár samfleytt.
Hér er umfjöllun UN Women um herferðina, https://unwomen.is/16-framhaldsskolar-um-allt-land-toku-thatt-i-samstodugjorningi-i-thagu-jafnrettis/