Mánudaginn 15. janúar opnar matsala nemenda, Sómalía, í stærra og breyttu rými í austurenda Matgarðs. Matsalan hefur verið stækkuð og henni breytt úr sjoppu í mötuneyti. Hægt verður að kaupa heitan mat í hádeginu eða salatbar. Máltíðin kostar 1190 kr og salatbarinn kostar 600 kr. Hægt verður að kaupa 10 miða matarkort og þá kostar heita máltíðin 1000 kr. Nemendur skrá sig í mat í gegnum skráningareyðublað sem er sýnilegt hér á heimasíðunni eða á bak við QR kóða sem hangir uppi á Matgarði. Skráningu fyrir vikuna 15. - 19. janúar þarf að vera lokið fyrir kl. 16:00 í dag, svo hægt sé að kaupa inn og áætla fjölda gesta. Auður Þórhildur Ingólfsdóttir hefur verið ráðin sem matráður til viðbótar við Ellý og Soffíu sem allir þekkja. Áfram verður hægt að kaupa allt það sem áður var hægt að kaupa eins og kaffi, drykki og samlokur. Við vonum að nemendur taki mötuneytinu vel og verði ykkur að góðu.