MH í MORFÍS

Þann 9. janúar keppti lið MH í MORFÍS á móti Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Eftir hörkukeppni sigraði lið MH með 108 stiga mun og er komið í aðra umferð. Lið MH skipa Ari Hallgrímsson, Elínborg Una Einarsdóttir, Grettir Valsson og Inga Steinunn Henningsdóttir. Þjálfarar eru Tumi Björnsson og Bjartmar Magnússon. Ari Hallgrímsson var jafnframt valinn ræðumaður kvöldsins.
Við óskum liðinu til hamingju með sigurinn.