MH varð í öðru sæti í leihússportkeppni framhaldsskólanna, „Leiktu betur“ sem fór fram í Borgarleikhúsinu mánudaginn 4. nóvember. Keppnin er haldin árlega á vegum Hins hússins. Sex lið frá sex framhaldsskólum kepptu: þ,e, frá Borgarholtsskóla, Flensborg, Fjölbrautarskólanum í Breiðholti, Fjölbrautarskólanum í Garðabæ, Menntaskólanum á Akureyri og Menntaskólanum við Hamrahlíð
Lið MH sigraði „Sleiktu hnetur“ sem er árleg leikhússportkeppni MH og fór fram í Norðukjallara miðvikudagskvöldið 30. október.
Lið MH skipuðu Áslaug María Þórsdóttir Dungal, Hera Lind Birgisdóttir, Júlía Karín Kjartansdóttir og Katrín Lóa Hafsteinsdóttir. Við óskum þeim innilega til hamingju með árangurinn.