MH-ingar áfram í Morfís

Hekla Gná - ræðumaður kvöldsins
Hekla Gná - ræðumaður kvöldsins

MH-ingar báru sigur úr býtum í Morfís á móti MR-ingum í átta liða úrslitum 11. febrúar síðastliðinn. Lið MH skipa þau Hekla Gná Tjörvadóttir, Illugi Vilhelmsson, Auður Salka Ríkarðsdóttir og Saga Evudóttir Eldarsdóttir. Ræðumaður kvöldsins var Hekla Gná og óskum við henni og liðinu innilega til hamingju.