Dagana 7. til 21. október tóku MH-ingarnir Margrét Helga Snorradóttir og Sesselja Friðriksdóttir þátt í „Chinese Bridge“ sem er alþjóðleg keppni í kínversku fyrir framhaldsskólanemendur víðsvegar úr heiminum og fór fram í Kína. Að þessu sinni tóku 216 nemendur þátt frá 99 löndum en 6000 nemendur tóku þátt í undankeppninni. Þær Margrét Helga og Sesselja stóðu sig mjög vel og fengu verðlaun fyrir framúrskarandi árangur og fá þær skólastyrk til að stunda nám í Kína í eina önn. Við óskum þeim innilega til hamingju með árangurinn.