Vífill Harðarson og Herdís Linnet
Vífill Harðarson nemandi á lokaári IB - brautar vann 1. sæti í landskeppni
ungra vísindamanna í HÍ. Verkefni hans bar heitið "Can Icelandic cod oil
be as efficiently saponified as coconut oil?". Leiðbeinandi hans var Stefan Otte efnafræðikennari í MH en verkefnið hófst sem rannsóknarverkefni í efnafræði (Extended
Essay in Chemistry) síðastliðið sumar. Vífill fær að keppa í European Union Competition
for Young Scientists í Tallinn í
Eistlandi í September.Tvö verkefni komust í úrslitakeppnina hér á landi og Herdís Linnet sem einnig er MH nemandi á hlut í verkefninu sem var í öðru sæti. Í því verkefni voru skoðuð réttindi barna sem eru að sækja um vernd á
Íslandi. Verkefnið varð í 2. sæti en dómnefndin ákvað að láta bæði verkefni
keppa úti í september, þar sem bæði verkefnin voru mjög góð.Vel gert bæði tvö! Upplýsingar um keppnina á Íslandi og í Tallin í Eistlandi