Nemendur MH og MÍT unnu til verðlauna á Spænskuhátíðinni föstudaginn 7. mars sem haldin var í þriðja sinn í Veröld – húsi Vigdísar í samstarfi við sendiráð Spánar á Íslandi, Félag spænskukennara á Íslandi, Háskóla Íslands – og tvo spænska háskóla, Universidad Alcalá de Henares og Universidad de Santiago de Compostela.
Þema hátíðarinnar í ár er Heimsmarkmið 16, Friður og réttlæti og ábyrgar stofnanir.
Hvor hópur um sig fær vikunámskeið í spænsku við spænskan háskóla (Alcalá de Henares og Santiago de Compostela), gistingu og uppihald.
Nemendurnir sem unnu til verðlauna eru:
MH: Elínbet Líf Rögnvaldsdóttir, Elsa Rán Hallgrímsdóttir og Hugrún Þorsteinsdóttir
MíT: Kári Gíslason, Emil Logi Heimisson, Ásgeir Helgi Ásgeirsson og Árdís Freyja Sigríðardóttir
Við óskum þeim hjartanlega til hamingju með frábæran árangur!
Heimasíða hátíðar: https://spanskkultur.no/spaenskuhatid-2025-post-festival/