MH sigraði í framkvæmdakeppni framhaldsskólanna, Boxinu

Í sig­urliði MH-inga voru þau Magda­lena Guðrún Bryn­dís­ar­dótt­ir, Jes­sý Jóns­dótt­ir, Ásmund­ur Jó­hanns­son, Unn­ar Ingi Sæ­mund­ar­son og Ívar Dór Orra­son. Boxið felst í því að leysa fjölbreyttar þrautir sem reyna á verklega og bóklega þekkingu, hugvit og verklag þátttakenda. Liðin fara í gegn um þrautabraut með átta þrautum sem eru sérhannaðar af sérfræðingum fyrirtækja úr ólíkum greinum iðnaðarins með aðstoð fræðimanna HR. Auk aðal verðlaunanna fékk lið MH tvenn önnur verðlaun. Guðný Guðmundsdóttir eðlisfræðikennari var umsjónarmaður liðsins hér í MH. Vel gert öll sömul!Vinningsliðið ásamt Guðrúnu Hafsteinsdóttur, formanni SI og Ara Kristni Jónssyni, rektor HR. Mynd og frétt af ru.isMynd og frétt af mbl.is