MH sigraði í framkvæmdakeppni framhaldsskólanna, Boxinu

Bara svona af því við erum á mikilli ferð þessa dagana má minna á sigur MH í Boxinu fyrir áramót en þátturinn um keppnina var sýndur í sjónvarpinu í gærkvöldi. Í sig­urliði MH-inga voru þau Magda­lena Guðrún Bryn­dís­ar­dótt­ir, Jes­sý Jóns­dótt­ir, Ásmund­ur Jó­hanns­son, Unn­ar Ingi Sæ­mund­ar­son og Ívar Dór Orra­son. Auk aðal verðlaunanna fékk lið MH tvenn önnur verðlaun. Guðný Guðmundsdóttir eðlisfræðikennari var umsjónarmaður liðsins hér í MH. Vel gert öll sömul!Vinningsliðið ásamt Guðrúnu Hafsteinsdóttur, formanni SI og Ara Kristni Jónssyni, rektor HR. Mynd og frétt af ru.is