27.02.2017
Bara svona af því við erum á mikilli ferð þessa dagana má minna á sigur MH í Boxinu fyrir áramót en þátturinn um keppnina var sýndur í sjónvarpinu í gærkvöldi. Í sigurliði MH-inga voru þau Magdalena Guðrún Bryndísardóttir,
Jessý Jónsdóttir, Ásmundur Jóhannsson, Unnar Ingi Sæmundarson
og Ívar Dór Orrason. Auk aðal verðlaunanna fékk lið MH tvenn önnur
verðlaun. Guðný Guðmundsdóttir eðlisfræðikennari var umsjónarmaður liðsins hér í MH. Vel gert öll sömul!Vinningsliðið ásamt Guðrúnu Hafsteinsdóttur, formanni SI og Ara Kristni Jónssyni, rektor HR. Mynd og frétt af ru.is