MH sigraði í Gettu betur

Liðið okkar, Menntaskólans við Hamrahlíð, sigraði Menntaskólann á Akureyri í úrslitakeppni Gettu betur í Háskólabíó í kvöld. Þetta er annað árið í röð sem MH hlýtur Hljóðnemann og í þriðja skipti sem skólinn sigrar keppnina. Við erum ótrúlega stolt af öllum hópnum sem stendur að baki liðinu og óskum ykkur öllum innilega til hamingju.

Auk okkar MH-inga eru Skagamenn þó sérstaklega ánægðir þar sem Atli Ársælsson hefur verið í sigurliðinu bæði árin og flaggað þar glæsilegri ÍA treyju.  Treyjan er frá tímabilinu 1992 og er í eigu Haraldar Ingólfssonar, fyrrum leikmanns ÍA, sem lánaði Atla treyjuna fyrir þessa keppni. Hér má lesa frétt Skagafrétta.

MH sigraði Menntaskólann á Akureyri með 30 stigum gegn 21 á úrslitakvöldinu og var liðið þannig skipað: Atli Ársælsson, Valgerður Birna Magnúsdóttir og Flóki Dagsson.