Sextánda almenna landskeppnin í efnafræði fór fram í
framhaldskólum landsins miðvikudaginn 1. mars. Alls tóku 123 nemendur þátt, úr
9 skólum. Sigurvegari 16. Almennu landskeppninnar er Sigurður Guðni Gunnarsson,
nemandi við Menntaskólann við Hamrahlíð, en hann hlaut 82,5 stig af 100
mögulegum. Meðalstigafjöldi keppenda var 36,5 stig. 14 efstu keppendum er boðið að taka þátt í úrslitakeppni
sem haldin verður við Háskóla Íslands helgina 25.-26. mars næstkomandi. Þar verða fimm fulltrúar MH þau Sigurður Guðni Gunnarsson, Alec Elías Sigurðarson, Guðrún Diljá Ketilsdóttir, Emil Agnar Sumarliðason og Guðrún Þorkelsdóttir. Vel gert öll sömul!