28.02.2007
Í vikunni 19. - 23. febrúar hófu kennarar að vinna og skrá miðannarmat hjá nemendum sem fæddir eru 1990, 1991 eða síðar en það eru flest allir nýnemar haust- og vorannar.Miðannarmatið er byggt á liðlega 7 vikna kynnum og er hugsað sem hvatning til nemenda sem hafa stundað námið vel það sem af er önninni eða sem vísbending um að nemandi þurfi að taka sig á áður en að prófum kemur. Miðannarmatið mun birtast jafnóðum í Innu þegar líða tekur á vikuna en gera má ráð fyrir að það verði að fullu frágengið í byrjun mars.