Inna er lokuð hjá öllum nemendum, þó að nemendur hafi greitt skólagjöld, þar sem verið er að vinna í stundatöflugerð. Á fimmtudag eða föstudag munu stundatöflur opnast í Innu hjá þeim sem greitt hafa skólagjöldin, en þangað til er Inna lokuð hjá öllum. Við viljum því minna þau ykkar sem ekki hafa greitt skólagjöldin á að gera það hið fyrsta. Í framhaldinu verður opnað fyrir töflubreytingar hjá eldri nemendum sem voru í MH á síðustu önn. Nýnemar haustsins munu fá póst fyrir lok vikunnar um hvernig þeir þurfa að bera sig að ef þeir þurfa töflubreytingar.