Sigurvegarar í Músíktilraunum 2025

Myndin er fengin af síðu Músíktilrauna af hljómsveitinni Geðbrigði sem hreppti fyrsta sætið.
Myndin er fengin af síðu Músíktilrauna af hljómsveitinni Geðbrigði sem hreppti fyrsta sætið.

Spennufall eftir sigurinn

„Þetta er mikill heiður. Ég held að orð fái þessu ekki lýst,“ segir Agnes Ósk Ægisdóttir, gítarleikari Geðbrigða, um sigur hljómsveitarinnar á Músíktilraunum í gærkvöldi.

Þórhildur Helga Pálsdóttir, söngkona hljómsveitarinnar, var enn í spennufalli og Ásthildur Emma Ingileifardóttir, bassaleikari, sagðist ekki sjá fram á að jafna sig á sigrinum á næstunni.  

Meðlimir Geðbrigða eru Agnes Ósk Ægisdóttir, Ásthildur Emma Ingileifardóttir, Þórhildur Helga Pálsdóttir og Hraun Sigurgeirs.

Ólust upp við Músíktilrauna-tónlist

Agnes Ósk segir hljómsveitarmeðlimi hlusta á mismunandi tónlist. „Við fáum innblástur alls staðar frá. Við ólumst upp á Músíktilrauna-tónlist eins og Botnleðju, Naglbítum og Dúkkulísum.  Geðbrigði fékk einnig viðurkenningu fyrir textagerð á íslensku.  „Að mínu mati er það svoleiðis að mér finnst að orðin skeri dýpra, meiri þýðingu, meiri merkingu og það er auðveldara að tjá sig á móðurmálinu,“ segir Ásthildur Emma.

Það er stutt í næstu tónleika hjá hljómsveitinni. Hún ætlar að koma fram á tónlistarhátíðinni Aldrei fór ég suður um páskana. Þórhildur Helga segir smáskífu á leiðinni. „Við erum mjög spennt fyrir henni og búin að bíða mjög lengi.“

Hér má einnig lesa umfjöllun RUV um sigurvegarana

og hér er hlekkur á síðu Músíktilrauna 2025.