Myndbandið „Samþykki, mörk og náin samskipti“ sýnt í MH

Urður Bartels og fulltrúar feministafélagsins Emblu.
Urður Bartels og fulltrúar feministafélagsins Emblu.

Í hádeginu 18. apríl var myndbandið „Samþykki, mörk og náin samskipti“ sýnt nemendum og starfsfólki skólans. Höfundar myndbandsins eru Sólborg Guðbrandsdóttir og Þorsteinn V. Einarsson. Viðburðinum var stjórnað af nemendum og ávarp fluttu Urður Bartels nemandi og Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra. Auk þeirra komu fram jafnréttisfulltrúi skólans og fulltrúar feminstafélags NFMH, Emblu. Myndbandið fjallar um samþykki, mörk og náin samskipti nemenda í framhaldsskólum. Efnið er í samtalsformi og út frá reynsluheimi og orðfæri nemendanna og var því vel tekið af MH-ingum.

Smelltu hér til að skoða myndbandið.